Stærsta verkefni umhverfis- og samgöngunefndar „kastað í ruslið“
Stærsta verkefni umhverfis- og samgöngunefndar „kastað í ruslið“...

Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, var gagnrýndur fyrir það að boða til fundar nefndarinnar á föstudag með skömmum fyrirvara. Á fundinum ákvað nefndin að fresta afgreiðslu samgönguáætlunar, sem tekur til tímabilsins 2024 til 2038.„Á föstudagskvöld klukkan hálf sjö er haldinn fundur í umhverfisnefnd þar sem meiri hlutinn tilkynnir minni hlutanum það að stærsta verkefni sem nefndin hefur haft til meðferðar í allan vetur verði kastað í ruslið,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og varaformaður nefndarinnar í ræðustól þingsins.„Formaður nefndarinnar hringdi sjálfur í nefndarmenn og þeir sem ekki náðu símanum misstu einfaldlega af fundi. Þetta er eitt stærsta mál Alþingis í vetur og þessi vinnubrögð eru svo ævintýralega léleg að ég óska eftir því að fá viðbrögð forseta þingsins um það hvort það sé boðlegt af formanni nefndar að haga sér með þessum hætti,“ bætti hún við.Þingmenn minnihlutans gagnrýna frestunina og verklag formannsinsBirgir Ármannsson, forseti Alþingis, brást við ræðu Þorbjargar og benti á að það geti komið til þess að nefndarfundir séu haldnir á óvenjulegum tíma, nú þegar þingið er komið nálægt því að ljúka störfum og starfsáætlun hefur verið tekin úr sambandi.Þingmenn minnihlutans stigu í pontu einir af öðrum, ýmist til að gagnrýna vinnubrögð nefndarformannsins eða til að lýsa yfir vonbrigðum yfir því að afgreiðslu samgönguáætlunar hafi verið frestað.Bjarni Jónsson sagði í ræðu sinni um málið að boðað hefði verið til fundarins með tölvupósti og símleiðis. „Ekki reyndist unnt að koma fyrr á þeim fundi sem frestað var í hádeginu á föstudaginn en jafnframt mikilvægt að geta upplýst sem fyrst um þá niðurstöðu að óhjákvæmilegt væri að fresta afgreiðslu samgönguáætlunar til haustsins.“Hann sagði að nefndarmönnum hefði mátt vera ljóst að fundur yrði haldinn síðar um daginn en það hafi verið óheppilegt að það hafi komið nægilega skýrt fram.Gripu til fótboltalíkinga í umræðum um máliðÞorbjörg Sigríður sneri aftur í ræðustól að lokinni ræðu Bjarna og sagði orð hans vera röng, enginn töluvpóstur hafi verið sendur. Þá beindi hún spjótum sínum að forseta þingsins.„Síðan er það þannig að forseti þingsins getur ekki setið hér endalaust og þóst ekki sjá brotin. Værum við stödd á EM með dómara sem heldur fyrir augun á sér og talar eilíflega um það að hann þurfi að kynna sér málin, þá væri eitthvað mikið að í leiknum.“Við þessu brást Birgir með orðunum: „Stundum þarf nú að skoða upptökur eftir á.“