Stjörnubrúðkaup á Siglu­firði: „Partý sem fór hálf­partinn úr böndunum“
Stjörnubrúðkaup á Siglu­firði: „Partý sem fór hálf­partinn úr böndunum“...

Snorri Másson fjölmiðlamaður og Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play giftu sig við hátíðlega athöfn á Siglufirði liðna helgi þar sem þjóðlegt þema einkenndi herlegheitin í ljósi áttatíu ára lýðveldisafmælisins. Um hundrað og fimmtíu gestir mættu í gleðskapinn. Lúðrasveit, skrúðganga og íslenski fáninn settu sterkan svip á daginn.