Stöðugur gangur í gosinu...
Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hefur verið nokkuð stöðugt síðustu daga og gýs áfram úr einum gíg, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hraunflæði hefur haldist stöðugt í um tíu rúmmetrum á sekúndu frá 3. júní.Hraun flæðir mestmegnis til norðurs meðfram Sýlingarfelli þar sem það safnast í hrauntjörn, en safnast líka upp sunnan við gíginn.Um hádegisbil í gær kom lítið gat í gíginn vestanverðan og þaðan flæddi hrauntaumur stutta leið vestur í átt að Sundhnúk, en sá taumur hefur ekki verið virkur frá því í gær.Lítil sem engin skjálftavirkni er á gosstöðvunum.Land rís ennÞrátt fyrir að gosið haldist stöðugt rís land enn undir Svartsengi.Líkanareikningar benda til þess að kvikuinnflæði undir Svartsengi sé á bilinu 1-2 rúmmetrar á sekúndu.Samanlögð kvikusöfnun og hraunflæði sýna svipað kvikuflæði frá dýpi og fyrir yfirstandandi eldgos.Búast má við því að gasmengun mælist á norðanverðu Reykjanesi í dag og í kvöld. Á morgun verður vestlæg átt þannig að mengunin færist í átt að höfuðborgarsvæðinu. …