Tæplega fimmtíu leigubílstjórar eiga yfir höfði sér kæru
Tæplega fimmtíu leigubílstjórar eiga yfir höfði sér kæru...

Lögregla kannaði um helgina 105 leigubíla í viðamiklu eftirliti í miðborginni. 48 leigubílstjórar eiga yfir höfði sér kæru. Af þeim hafa 32 leigubílstjórar einnig verið boðaðir til að mæta með ökutæki sín í skoðun á nýjan leik.Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri segir að ráðist hafi verið í eftirlitið með aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi og Suðurlandi. Auk þess hafi fulltrúar frá Skattinum og Samgöngustofu verið með í för. Alls hafi um 16 starfsmenn komið að aðgerðunum.„Ástæðan fyrir því að við fórum í þetta eftirlit var sú að við erum búin að fá ábendingar frá hagfélögum leigubílstjóra, leigubílstjórunum sjálfum og almenningi að það væri eitthvað ábótavant hjá þeim, sem sagt leigubílstjórum,“ segir Unnar.Brotin snúi mörg hver að búnaði, rekstrarleyfum og akstursheimildumBrotin hafi í langflestum tilvikum snúa að búnaði í bílunum. Búnað sem leigubílstjórum er skylt að hafa í bílum vanti. Einnig snúi brotin mörg hver að rekstrarleyfi og akstursheimild.„Til dæmis forfallabílstjóri, hann má ekki aka leigubíl nema vera með akstursheimild, þannig að við vorum að reka okkur á það. Við vorum líka að reka okkur á það að bílarnir voru ekki skráðir til leigubílaaksturs, þannig það var svona eitt og annað sem við vorum að reka okkur á við þetta eftirlit.“