Telja tékkneska rútufyrirtækið ekki fara að lögum
Telja tékkneska rútufyrirtækið ekki fara að lögum...

Tími er kominn til að auka eftirlit með ólöglegum ferðum hópferðabíla á Íslandi, að sögn formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Bíll á vegum tékknesks fyrirtækis endaði utan vegar á fyrir helgi og tíu voru lagðir inn á sjúkrahús.Á föstudag keyrði rúta út af vegi um Öxnadal og tíu voru lagðir inn á sjúkrahús vegna meiðsla. Tveimur er enn haldið sofandi í öndunarvél en ekki fengust upplýsingar um líðan hinna farþeganna.Fyrirtækið sem á rútuna heitir Adventura og er tékkneskt. Það selur ferðir um Ísland með gulum hópferðabílum sem kallaðir eru Tatrabus.Tatra er tékkneskur bílaframleiðandi sem framleiðir trukka, meðal annars fyrir ýmis konar iðnað, herþjónustu, slökkvilið og fleira. Adventura hefur svo breytt slíkum bíl í 20 sæta rútu, sem samkvæmt auglýsingum tryggir þægindi og ferðafrelsi í óbyggðum Íslands.Óvíst hvort tryggingar farþega dugi miðað við kröfur á ÍslandiJóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir eftirliti með erlendum hópferðabílum á Íslandi verulega ábótavant.„Það hafa verið að koma hér inn hópferðabílar undanfarin ár á vegum fyrirtækja, til dæmis frá austur Evrópu, sem eru bæði gamlir og óvíst hvernig skoðun og eftirliti með þeim er háttað. Síðan geta tryggingar þeirra verið ófullnægjandi miðað við það sem er gerð krafa um á Íslandi. Það getur síðan haft í för með sér að farþegarnir hafa engan tryggingarétt ef þeir lenda í óhappi í bílnum.“SAF hefur kallað eftir bættu eftirliti um árabil og gerðu níu tillögur að umbótum árið 2019.Mega bara keyra 10 daga í senn en bóka í 15 daga ferðirÁrið 2021 voru lagabreytingar samþykktar þess efnis að erlendir aðilar frá EES-ríkjum, sem hyggjast flytja inn hópbifreið til að keyra um landið tímabundið, gætu aðeins keyrt hér á landi í 10 daga í senn á 30 daga tímabili. Bílarnir mega þó vera hér á landi í 12 mánuði og væri því hægt að taka 12 verkefni á ári.Jóhannes segir greinilegt að Adventura, sem stundar tímabundinn akstur á Íslandi, fari ekki að þeim lögum.„Til dæmis í tilfelli þessa bíls þá er alveg aulgjóst bara einfaldlega ef litið er á bókunarsíðu viðkomandi fyrirtækis að verið er að þverbrjóta þetta“, segir Jóhannes. Á bókunarsíðu Adventura má sjá að auglýstar Íslandsferðir standa yfir í 15 daga.Nokkrum sinnum hefur verið fjallað um fyrirtækið og óhöpp þeirra á ferðum um landið, en árið 2011 sökk hún á kaf í Blautlón í Vatnajökulsþjóðgarði.Hafa mörgum sinnum bent eftirlitsaðilum á AdventuraJóhannes segir þau hjá SAF hafa bent ýmsum eftirlitsaðilum á Adventura í gegnum árin, án þess að mikið hafi verið aðhafst. En eftirlit með tímabundinni erlendri ferðaþjónustu á Íslandi er flókið og margar stofnanir sem að því koma, til dæmis Tollurinn, Skatturinn, lögregluumdæmin og Vinnumálastofnun. Jóhannes segir oft skorta skilvirkni í samskiptum stofnana, það sé hluti vandans.Ólögleg starfsemi erlendra hópbifreiða hér á landi skekki samkeppnismarkað innlendra fyrirtækja, ekki síst með því að hafa laun starfsfólk mikið lægri en leyft er á Íslandi.„Bílstjórar eða leiðsögumenn eru á kjörum sem eru verulega undir þeim kjörum sem krafist er á íslenskum vinnumarkaði. Það getur jafnvel komið fram í því að vinnumálastofnun séu gefnar upplýsingar sem sína þeir séu á réttum kjörum, en síðan eru þekkt dæmi um það að viðkomandi bílstjórar keyri þá launalaust erlendis á móti.“Þetta þýði að erlend fyrirtæki geti boðið allt að 40% lægra verð en þau íslensku.„Þetta hefur verulega skekkjandi áhrif á markaðinn og afar aðkallandi að það sé tekið á þessu. Þetta er ekki einsdæmi á Íslandi heldur vel þekkt gróða starfsemi í ákveðnum hlutum Evrópu.“