Þrjú innbrot í nótt...
Þrjú innbrot eru til rannsóknar hjá lögreglu eftir nóttina. Ekki er vitað hvort þau tengist.Samkvæmt tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var brotist inn í verslunarhúsnæði í miðborginni á þriðja tímanum í nótt en þjófarnir virðast ekki hafa haft erindi sem erfiði. Engin starfsemi var í versluninni.Rúmri klukkustund síðar barst tilkynning um að gluggi íbúðarhúss á sömu slóðum hefði verið spenntur upp en ekki er vitað hvort þjófarnir komust á brott með nokkuð fémætt. Rétt fyrir klukkan fjögur barst svo önnur tilkynning um innbrot í verslun í miðbænum.Einn fjögurra sem gista fangageymslur var sóttur af laganna vörðum þar sem hann var í annarlegu ástandi fyrir utan fjölbýlishús í vesturborginni.Brotist var meðal annars inn í verslunarhúsnæði í miðborginni á þriðja tímanum í nótt en þjófarnir virðast ekki hafa haft erindi sem erfiði enda engin starfsemi í versluninni.RÚV / Alexander Kristjánsson …