Þrjú íslensk lið í pottinum þegar dregið var í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar
Þrjú íslensk lið í pottinum þegar dregið var í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar...

Þrjú íslensk lið voru í pottinum þegar dregið var í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í dag, Breiðablik, Valur og Stjarnan. Breiðablik dróst gegn GFK Tikves frá Makedóníu, Valsmenn mæta KF Vllaznia frá Albaníu og Stjarnan Linfield FC frá Norður-Írlandi. Spilað er heima og að heiman 11. og 18. júní en Valur og Stjarnan byrja á heimaleik en Breiðablik byrjar á útivelli. Blikar fagna í leik í Sambandsdeildinni í fyrra.RÚV / Mummi LúBreiðablik komst alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á síðustu leiktíð og var þá fyrsta íslenska karlaliðið til að komast í riðlakeppni í Evrópu.