Um 100 drepin úr al-Agha-fjölskyldunni á Gaza...
Heilu fjölskyldurnar liggja í ómerktum gröfum á Gaza og Ísraelsher hefur nánast þurrkað út heilu stórfjölskyldurnar. Frá því stríðið hófst hafa 100 úr al-Agha fjölskyldunni verið drepin.Þetta kemur fram í rannsókn AP-fréttastofunnar sem birt var í dag. Þann 5. október fagnaði al-Agha-fjölskyldan brúðkaupi. Nokkrum dögum síðar voru allir nema tveir á ofangreindri ljósmynd drepnir í árás Ísraelshers.Heimili Mohanads al-Agha (annars frá hægri) var sprengt. Mohanad, eiginkona hans, tvær dætur, faðir hans og móðir, þrír bræður og tvö frændsystkini voru drepin í einni og sömu árásinni.Erfitt að telja fórnarlömbinRannsókn AP leiddi í ljós að 100 úr al-Agha-fjölskyldunni hafa verið drepin. „Það skildi enginn hvað var að gerast. Við trúðum því ekki að þetta væri raunveruleikinn. Við þurftum að kveðjast á tímum þar sem við höfðum ekki ráðrúm til þess að skilja það sem var að gerast,“ segir Jaser al-Agha.AP rannsakaði tíu af mannskæðustu loftárásum Ísraelshers á fyrstu þremur mánuðum stríðsins. Niðurstaðan er að í öllum tilfellum hafi árásir beinst að íbúðarhúsum. Engin augljós hernaðarskotmörk séu nálægt og íbúar hafi ekki fengið viðvörun.„Við eigum erfitt með að telja fórnarlömbin því að í mörgum tilvikum er enginn úr fjölskyldunni eftir til frásagnar,“ sagði Ramy Abdu, stofnandi mannréttindasamtakanna Euro-Med.Heilu fjölskyldurnar í ómerktum gröfumDæmi eru um að fjórir ættliðir séu drepnir og heilu fjölskyldurnar jarðsettar í ómerktum fjöldagröfum. „Þetta á eftir að hafa skaðleg áhrif á palestínskt samfélag í langan tíma,“ segir Ramy.„Og það alvarlegasta eru andlegu og félagslegu afleiðingarnar af þessum mikla missi; að heilu fjölskyldurnar séu þurrkaðar út og dráp í þúsundatali.“Hann segir að fólk hætti að finna tilgang með lífinu. „Og það er möguleiki á því að þessu verði í meira mæli svarað með ofbeldi í framtíðinni.“Og enn er ekkert lát á árásum Ísraelshers á Gaza. Forsætisráðherra Ísraels biðlaði í dag opinberlega til stjórnvalda í Bandaríkjunum um að hætta að tefja vopnasendingar.„Í seinni heimsstyrjöldinni sagði Churchill við Bandaríkin: „látið okkur hafa verkfærin og við klárum verkið,“ og ég segi: „látið okkur hafa verkfærin og við klárum verkið mun hraðar.““ …