Unglingspiltur ákærður fyrir morðtilraun
Unglingspiltur ákærður fyrir morðtilraun...

Frá Héraðsdómi Reykjavíkur.RÚV / Ragnar Visage Unglingspiltur, undir 18 ára aldri, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann veittist að manni í miðborg Reykjavíkur í júní í fyrra, skar mann með hnífi í andlit og stakk í kvið.Í ákæru gegn piltinum, sem var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, kemur fram að þolandinn hafi hlotið skurðsár á andlit og 3,5 sentimetra breiða stungu á kvið. Stunguáverkinn var djúpur og garnahengi og hluti af garnalykkju féllu út.Fjarlægja þurfti hluta af garnahenginu í bráðaaðgerð.Þolandinn krefst 2,5 milljóna króna í miskabætur að viðbættum vöxtum.Til vara er pilturinn ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás.