Víkingar byrja gegn írsku meisturunum í forkeppni Meistaradeildarinnar
Víkingar byrja gegn írsku meisturunum í forkeppni Meistaradeildarinnar...

Dregið var í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar karla í fótbolta í dag. Íslandsmeistarar Víkings voru í pottinum og drógust gegn írsku meisturunum Shamrock Rovers. Spilað er heima og að heiman, í Víkinni 9. eða 10. júlí og á írlandi 16. eða 17. júlí. Liðið sem hefur samanlagt betur fer áfram í aðra umferð forkeppninnar. Shamrock Rovers hafa orðið írskir meistarar síðastliðin fjögur ár en þetta er sama lið og Breiðablik mætti í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar á sama tíma í fyrra. Blikar höfðu betur í báðum leikjum, annars vegar 1-0 og hins vegar 2-1. Mummi Lú