Viktor Gísli til Póllandsmeistaranna...
Handboltamarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er orðinn leikmaður pólska liðsins Wisla Plock. Þetta tilkynnti félagið á miðlum sínum í dag en Viktor var samningsbundinn Nantes í Frakklandi.Samningur Viktors hjá franska liðinu var til ársins 2025 en sögusagnir fóru á kreik fyrir skemmstu að Wisla Plock hygðist kaupa íslenska landsliðsmarkvörðinn frá Nantes. Liðin hafa nú náð samkomulagi um að hann fái að fara til Póllands í sumar.Viktor hefur spilað með Nantes síðan árið 2022 en þangað fór hann eftir að hafa spilað með GOG í Danmörku frá 2019. Á heimasíðu sinni þakkar Nantes fyrir árin tvö sem Viktor hefur spilað hjá liðinu og óskar honum velfarnaðar í næsta verkefni.Wisla Plock er nýkrýndur Póllandsmeistari og hefur háð harða baráttu við Kielce, félag Hauks Þrastarsonar, um pólsku titlana undanfarin. Wisla Plock varð síðast pólskur meistari árið 2011 en pólski titillinn í ár þýðir að liðið mun til að mynda taka þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.Í tilkynningu pólska liðsins kemur fram að samningur Viktors sé til eins árs og að koma hans muni styrkja liðið í komandi verkefnum bæði í Póllandi og Evrópu.Í tilkynningunni er jafnframt haft eftir Viktori að þetta sé stórt tækifæri fyrir hann og að hann sé spenntur að vinna með nýjum liðsfélögum og þjálfarateymi. „Ég er viss um að saman getum við náð frábærum árangri í öllum keppnum.“ …