„Ætlaði bara vera mjúkur og einblína á tæknina“
„Ætlaði bara vera mjúkur og einblína á tæknina“...

„Ég ætlaði bara vera mjúkur, einblína á tækniatriðin og spara orku fyrir kvöldið,“ sagði sundkappinn Anton Sveinn Mckee eftir að hann synti inn í undanúrslitin í 200 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í Belgrad í morgun. Anton synti á tímanum, 2:11.96 sem var jafnframt besti tíminn í undanrásunum. Hann segir undirbúning fyrir Ólympíuleikanna í París ganga vel. „Þetta er síðasta undirbúningsmótið þannig að núna er markmiðið að keppa grimmt og ná góðum tímum,“ sagði Anton Sveinn sem syndir til undanúrslita seinni partinn í dag en útsending hefst á RÚV2 klukkan 16:30.