Aka um framkvæmdasvæði á margföldum hámarkshraða...

Helmingur þeirra sem ekur um vinnusvæði á Reykjanesbraut ekur of hratt. Hæsti mældi hraði á svæðinu er 192 kílómetrar á klukkustund.Unnið er að brúarsmíði á tveimur stöðum á Reykjanesbraut, hvor sínu megin við álverið í Straumsvík. Umferð er því beint fram hjá framkvæmdasvæði um hjáleiðir. Þar er hámarkshraði 50 kílómetrar á klukkustund en á vegkaflanum þar á milli er hámarkshraði 70 kílómetrar á klukkustund. Hraðamælir á svæðinu sýnir ökumönnum hversu hratt þeir aka og þeim gögnum er safnað. Ágúst J. Ólafsson, verkstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum segir helming ökumanna aka of hratt um svæðið. Dæmi eru um að ökumenn aki á margföldum hámarkshraða.„Mestur hraði sem við höfum mælt við hjáleiðina sem er nær Hafnarfirði, rétt áður en þú kemur að álverinu, þar hefur mesti hraðinn verið mældur inn á hjáleiðinni sjálfri 174, en 192 áður en þú kemur að hjáleiðinni en samt inn á 70 kílómetra svæði,“ segir Ágúst J. Ólafsson, verkstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum á svæðinu. Hraðasta mælingin var gerð á þriðjudagsmorgni, á tíunda tímanum.Ökumenn sveigja fram hjá vegrifflumHann segir hraðakstur um framkvæmdasvæði sem þetta hafa verið viðvarandi vandamál í áraraðir. Hluti þeirra sem starfa við framkvæmdirnar á Reykjanesbraut komu að breikkun hringvegarins á milli Hveragerðis og Selfoss. Í þeim framkvæmdum var ekið utan í starfsmenn.Og það er meira en hraðakstur sem er til vandræða: „Ökumenn hafa sýnt mjög mikið gáleysi og kæruleysi þarna. Við höfum horft upp á menn sveigja yfir á öfugan vegarhelming til að komast hjá því að keyra yfir rifflurnar og keyra á móti umferðinni og skapa verulega hættu með slíkum akstri.“Rifflurnar sem Ágúst vísar til hafa verið grafnar í veginn til að lækka hraða. Kvartanir hafa borist vegna þess að rifflurnar á vestara framkvæmdasvæðinu þykja heldur grófar. Hann veit ekki til þess að neinar tilkynningar hafi borist vegna skemmda á ökutækjum.Dýpt vegriffla ætti ekki að trufla ökumenn sem aka á löglegum hraðaÁgúst bendir á að dýpt rifflanna sé aðeins vandamál fyrir þá ökumenn sem aka of hratt. Aki fólk samkvæmt hraðatakmörkunum ættu þessar rifflur ekki að vera til vandræða.Engu að síður stendur til að grynnka rifflurnar. Það er gert til að koma til móts við mótorhjólamenn sem hafa komið með vel rökstuddar kvartanir, að sögn Ágústs.Hann segir það mjög algengt að atvinnubílstjórar aki hratt svæðið en að erlendir ferðamenn fylgi hraðatakmörkunum. „Þeir sem eru að koma hingað á bílaleigubílum, útlendingar. Þegar þeir sjá 70 kílómetra skiltið, þá hægja þeir alveg niður í 70 og þegar þeir sjá 50 kílómetra merkið þá hægja þeir á, niður í 50.“