Allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að 23 fái ríkisborgararétt
Allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að 23 fái ríkisborgararétt...

Allsherjar- og menntamálanefnd hefur lagt fram frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Í þetta sinn leggur nefndin til að 19 umsóknir um ríkisborgararétt verði samþykktar auk þess sem fjögur börn umsækjenda fái ríkisborgararétt.Hægt er að sækja um íslenskan ríkisborgararétt til allsherjar- og menntamálanefndar sem síðan er veittur af Alþingi með lögum.Á þessu vorþingi bárust nefndinni 143 umsóknir um ríkisborgararétt. Umsækjendur eru fæddir í alls fjórtán löndum. Algengustu fæðingarlönd umsækjenda eru Palestína, Rússland og Íran, en þrír umsækjendur koma frá hverju þessara landa. Tvö börn í hópnum eru fædd á Íslandi.Elsti umsækjandinn í hópnum sem nefndir leggur til að fái ríkisborgararétt er fæddur árið 1971 í Danmörku og því 53 ára en sá yngsti er fæddur árið 2016 í Íran.