Anton með besta tímann inn í úrslitin á morgun
Anton með besta tímann inn í úrslitin á morgun...

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee komst örugglega í úrslit 200 metra bringusundsins á Evrópumeistaramótinu í sundi í dag. Hann synti hraðast allra í undanúrslitunum eftir að hafa verið hraðastur í undanrásunum í morgun sömuleiðis.Anton synti á 2 mínútum og 10,14 sekúndum sem er talsvert hraðar en í undanrásunum í morgun en þá kom hann í bakkann á 2:11,96. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir Ólympíuleikana í París þar sem Anton er þegar kominn með þátttökurétt. Bæði Anton Sveinn og Snæfríður Sól Jórunnardóttir munu því synda í úrslitum á morgun, Anton í 200 metra bringusundi og Snæfríður Sól í 200 metra skriðsundi. RÚV sýnir beint frá öllu mótinu en bein útsending frá seinnipartshluta morgundagsins hefst á RÚV 2 klukkan 16:30.Anton Sveinn undirbýr sig fyrir undanúrslitasundið í dag.Sundsamband Íslands