Anton Sveinn og Snæfríður Sól flugu inn í undanúrslit...
Sundkappinn Anton Sveinn Mckee synti inn í undanúrslitin í 200 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í Belgrad í morgun. Anton synti á tímanum, 2:11.96 sem var jafnframt besti tíminn í undanrásunum.Fyrr í morgun tryggði Snæfríður Sól Jórunnardóttir sig einnig inn í undanúrslit þegar hún varð í fjórða sæti í undanrásum í 200 metra skriðsundi. Snæfríður vann sinn riðil og kom í mark á tímanum, 1:58.73. Frábær tími hjá Snæfríði en Íslandsmet hennar í greininni er 1:57,98.Þau Snæfríður og Anton synda bæði í undanúrslitunum seinna í kvöld þar sem farseðill í úrslitasundið verður í boði en það fer fram á morgun. RÚV sýnir beint frá mótinu.Sundsamband Íslands …