Aukin aðsókn í svalt sumarfrí
Aukin aðsókn í svalt sumarfrí...

Með hlýnandi loftslagi hefur færst í aukana að fólk frá heitari löndum fari í svalt sumarfrí. Noregur er vinsæll áfangastaður til þess að flýja kæfandi hita.Það er að verða heitara með hverju árinu. Hver hitabylgjan rekur aðra í Evrópu og víðar og það hefur færst í aukana að fólk sem býr til dæmis í Miðjarðarhafslöndum ferðist til kaldari landa.Svalt sumarfrí, eða coolcation, kallast það þegar fólk þarf frí frá hitanum. Og Noregur er vinsæll áfangastaður.„Þetta er trend. Við fundum það hér í Bergen í fyrra og mér finnst þetta hafa færst í aukana í ár,“ segir ferðamálastjóri hjá Visit Bergen.Chiara, ferðamaður frá Ítalíu, segir kærkomna hvíld að ferðast til Bergen. „Á þessum árstíma getur þú varla labbað um í Róm. Og ég held að þetta aukist bara samhliða loftslagsbreytingum, að fólk reyni að flýja hitann.“„Hitabylgjur eru vissulega tíðari í Evrópu og lengri. Sem dæmi þá dóu yfir 60.000 í hitabylgju í Evrópu árið 2022,“ segir Shawn Milrad, rannsakandi hjá Bjerknessenteret.