Breiðablik stigi frá toppnum eftir sigur gegn KA
Breiðablik stigi frá toppnum eftir sigur gegn KA...

Síðasti leikur tíundu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta var spilaður í kvöld. Breiðablik vann þá KA, 2-1.Kári Gautason, leikmaður KA, varð fyrir því óláni seint í fyrri hálfleik að skora sjálfsmark og Blikar leiddu 1-0 í hálfleik. Hallgrímur Mar Steingrímsson var hins vegar fljótur að jafna metin fyrir KA í seinni hálfleiknum og staðan var 1-1 þar til á 74. mínútu þegar góð sókn Blika endaði hjá Viktori Karli Einarssyni sem skoraði. Blikar eru nú stigi á eftir Víkingum á toppi deildarinnar en KA er á botninum með fimm stig.RÚV / Mummi Lú