Dekkri hliðar tilverunnar í verkum listamanna á norðurslóðum...
Á sýningunni „Er þetta norður?“ á Listasafninu á Akureyri, er fjallað um það hvernig er að búa nærri heimskautsbaug og hvað tengir saman listamenn sem búa svona norðarlega.Margir af listamönnunum eru frumbyggjar„Ég held að það sé einhver önnur sýn, en þetta eru mjög mikið listamenn sem eru frumbyggjar,“ segir Hlynur Hallsson, safnstjóri. Listamennirnir fjalli mikið um sinn uppruna og gömlu menningu og baráttuna fyrir viðurkenningu á þeirri menningu. „Maður finnur það mjög mikið í mörgum verkanna.“„Myrkrið er áberandi í þessu“Hann segir tenginguna greinilega þegar Samar og fólk frá Grænlandi, Síberíu og Alaska komi saman. „Já, það er auðvitað myrkrið, það er áberandi í þessu. Og yfirtaka annarra menningarheima, sem þau eru að berjast dálítið við. Þá sést auðvitað að þau eru einmitt að fjalla um náttúruna og áhrifin sem mengun og loftslagsbreytingar eru að hafa. En það er líka einhver baráttuhugur í fólki.“Þurfum að setja okkur inn í þeirra málefniÞetta sé auðvitað bullandi pólitík og listamennirnir vilji að boðskapur þeirra komist til skila. Og það sé hollt fyrir þá sem kannski hafa allt aðra sýn á hlutina að kynna sér þessi málefni.„Ég held að við þurfum bara að setja okkur inn í þeirra mál. Við höfum ekki sömu sýn á hlutina og þau, af því að það eru þau sem eiga þessa sögu. Það eru þau sem búa á norðurslóðum, þar sem hlýnun jarðar og verksmiðjurekstur og mengun er að hafa svo mikil áhrif og menningin þeirra að einhverju leyti að hverfa. Og það eru auðvitað hlutir sem er mjög mikilvægt að miðla,“ segir Hlynur Hallsson. …