Ekki ólöglegt við að leggja niður þingflokk...
Danska lögreglan hefur fellt niður rannsókn á ákvörðun þingkonunnar Pernille Vermund um að leggja þingflokk Nýja borgaraflokksins niður. Ekkert glæpsamlegt hafi komið í ljós við athugun lögreglu á málinu.Þau Vermund og Kim Edberg Andersen, fyrrverandi þingmaður flokksins, lögðu þingflokkinn niður í janúar. Núverandi stjórn Nýja borgaraflokksins taldi ákvörðunina ólöglega og sagði hana and-danska.Hún hafi haft verulega mikil áhrif á starf flokksins. Kenneth Korsbæk Olsen, formaður flokksins til bráðabirgða, sendi málið til lögreglu í maí. Aðspurður af blaðamanni DR kvaðst hann ekki vita hvað væri ólöglegt við ákvörðun Vermund. Það væri lögreglunnar að komast að því.Vermund sátt við niðurstöðunaVermund, sem er í þingflokki Frjálslynda bandalagsins, skrifaði á Facebook í dag að stjórn flokksins hafi aldrei haft neitt fyrir sér í kvörtun sinni til lögreglu. Hún sagðist vera sátt við niðurfellingu málsins.„130 þúsund einstaklingar, heiðarlegir Danir, greiddu Nýja borgaraflokknum atkvæði sitt,“ sagði Henriksen. Það sé fjarri því að vera í lagi að leggja þingflokkinn niður og gera eftirmönnum erfitt fyrir að taka við honum.Síðustu ár hafa verið ansi stormasöm hjá flokknum. Vermund vék úr formannssæti flokksins í ársbyrjun í fyrra. Við henni tók Lars Boje Mathiesen sem sat aðeins í rúman mánuð í því sæti. …