Fargað eða „komið fyrir“ í hafinu?
Fargað eða „komið fyrir“ í hafinu?...

Fix the planet with Running Tide, stendur á heimasíðu fyrirækisins, eða „lagaðu jörðina með Running Tide“. Svo er þér boðið að kaupa kolefnisjöfnunareiningar. Þegar hafi meira en 25 þúsund tonnum af kolefni verið fargað, segir á heimasíðunni.Fjallað var um stórtæk áform Running Tide í Heimildinni í liðinni viku. Á sama tíma og umfjöllunin var birt tilkynnti fyrirtækið að starfsemi þess verði hætt, bæði hér á landi og í Bandaríkjunum, en höfuðstöðvar þess voru á Akranesi.Myndavélar, GPS- og gervihnattasendarFyrirtækið fékk upphaflega rannsóknarleyfi frá utanríkisráðuneytinu til fleytingar á flothylkjum til kolefnisförgunar í hafinu, sem áttu að sökkva að ákveðnum tíma liðnum. Á þeim væri ýmsum búnaði komið fyrir, t.d. vatnsheldum myndavélum, GPS-sendi og gervihnattasendi. Leyfið var háð mati Umhverfisstofnunar.Áform fyrirtækisins breyttust áður en af því varð, og átti þá að fleyta um 10.000 tonnum af trjákurli til að mæla floteiginleika þess. Í gögnum umhverfisráðuneytisins, sem fréttastofa hefur fengið afhend, kemur fram að Umhverfisstofnun taldi ýmsum spurningum ósvarað, m.a. um áhrif á sjávarbotninn og lífríki hafsins. Hafrannsóknarstofnun var á sama máli.Mældu með að byrja á minni rannsóknÍ umsögn Hafrannsóknarstofnunar segir að illmögulegt sé að meta hvort þetta samræmist markmiðum laga um varnir gegn mengun hafs og stranda, og stofnunin mæltist til þess að fyrst yrði framkvæmd tilraun á smærri skala, svo hægt væri að meta hvort hún leiði til kolefnisbindingar og förgunar eins og að var stefnt.„Í hverru útsendingu yrðu 4 tæki af minni gerðinni sett í sjóinn en þau eru á stærð við„kókdós“ en þau stærri sem yrðu tvö eru grinder með ummál á stærð við lítinn ísskáp.“ – Úr umsögn Landhelgisgæslunnar.Í niðurstöðu Umhverfisstofnunar segir að þar sem aðgerðir Running Tide hafi átt að binda kolefni úr andrúmslofti og farga því í sjó, líkt og rannsóknarheimild utanríkisráðuneytisins kvað á um, hljóti að vera um förgun að ræða. Til þess að slík losun teldist lögmæt þyrfti vísindalegur tilgangur rannsóknar að vera skýr og ráðandi. Þar sem rannsóknir Running Tide sneru nú að floteiginleikum trjákurlsins, ekki virkni kolefnisbindingar. Komst Umhverfisstofnun að þeirri niðurstöðu að vísindalegur tilgangur væri ekki svo ráðandi að tilgangurinn væri annar en förgun.Lög um varnir gegn mengun hafs og stranda[27.] 1) Varp: Þegar efnum eða hlutum er vísvitandi eða af gáleysi fleygt í hafið frá skipum, loftförum, pöllum eða öðrum mannvirkjum, [], þ.e. allt sem ekki er losun. Eftirfarandi telst ekki varp: a. að koma fyrir efnum eða hlutum í hafinu í öðrum lögmætum tilgangi en að farga þeim.„Niðurstaða Umhverfisstofnunar röng“Running Tide kærði niðurstöðuna, og Bjarni Benediktsson, settur umhverfisráðherra, úrskurðaði að niðurstaða Umhverfisstofnunar væri röng, og sagði að tilgangurinn væri ekki að farga þeim heldur að koma þeim fyrir í hafinu í rannsóknaskyni með útgefnu leyfi utanríkisráðuneytisins. Þetta var niðurstaðan þó að leyfið hafi frá upphafi verið háð mati Umhverfisstofnunar.„Telur ráðuneytið að niðurstaða Umhverfisstofnunar um að framkvæmd rannsóknar kæranda feli í sér varp í hafið sé röng þar sem tilgangurinn sé ekki að farga þeim heldur að koma þeim fyrir í hafinu“ – Úr úrskurði umhverfisráðuneytisins, 25. apríl 2023.Running Tide hefur síðan varpað 19 þúsund tonnum af kurli í hafið við Íslandsstrendur. Fyrir það hafa stórfyrirtæki eins og Microsoft greitt þeim, til þess að kolefnisjafna rekstur sinn.Heimildin greindi frá því í gær að eignir Running Tide á Grundartanga væru til sölu, líka trjákurlið. Elkem á Íslandi hafi keypt kurlið, um 2.500 tonn, og ætli að nýta til brennslu.