Framlengingin: Hjörvar með númerið hjá Lothar Matthäus
Framlengingin: Hjörvar með númerið hjá Lothar Matthäus...

Í Framlengingu dagsins ræðir Kristjana Arnarsdóttir við sérfræðinga gærkvöldsins í EM-kvöldi, þau Öddu Baldursdóttur, Hjörvar Hafliðason og Gunnar Birgisson. Örlítið var brugðið út af vananum og ekki rætt beint um Evrópumótið en umræðuefnið var þó fótbolti. Kristjana spurði sérfræðingana hver væri frægastur í símaskránni þeirra.Gunnar var í vandræðum með að velja og nefndi nokkra, Adda valdi Þorgrím Þráinsson en Hjörvar gat státað af hinum þýska Evrópu- og heimsmeistara í fótbolta, Lothar Matthäus. „Við erum ekki í miklu sambandi. Ég viðurkenni það,“ sagði Hjörvar.