Gagnrýna Frakka fyrir skuldahala á meðan stjórnmálamenn lofa útgjöldum...
Frakkar þurfa að skera niður ríkisútgjöld og vinna á skuldahalanum, að mati Evrópusambandsins, sem birti skýrslu um fjármál aðildarríkjanna í morgun. Á sama tíma keppast franskir stjórnmálaflokkar við að lofa auknum útgjöldum og lægri sköttum í aðdraganda þingkosninganna þar um næstu mánaðamót.Bandalag vinstri flokkanna í Frakklandi hefur boðað hærri laun opinberra starfmanna og aukinn stuðning við tekjulægri hópa og ætlar að slaufa áformum stjórnvalda um endurskoðun á eftirlaunakerfinu.Áform flokkanna til hægri eru ekki alveg eins ljós en í forsetakosningunum fyrir tveimur árum boðaði Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, lægri skatta og aukin útgjöld.Núverandi fjármálaráðherra Frakklands, Bruno Le Maire, segir að áform vinstri og hægri flokkanna myndu gera stjórnvöldum ókleift að borga af skuldum ríkisins.Í morgun birti svo framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skýrslu þar sem Frakkar, og reyndar sex aðrar Evrópuþjóðir líka þar á meðal Belgía og Ítalía, fengu ádrepu fyrir halla á ríkisfjármálum sem er meiri en reglur Evrópusambandsins kveða á um.Hallinn í Frakklandi var í fyrra 5,5 prósent af vergri landsframleiðslu (VLF) en má mest vera þrjú prósent samkvæmt reglum ESB. Til samanburðar er gert ráð fyrir að hallinn hér á landi verði eitt prósent á þessu ári.Framkvæmdastjórnin ætlar nú að hefja sérstakt ferli til að fá þessi sjö ríki til að draga saman seglin og koma skuldahlutfallinu undir þrjú prósent af vergri landsframleiðslu.Ríkin sjö eiga þannig að kynna áætlun um endurbætur í haust, skömmu eftir að ný ríkisstjórn, sennilegast til vinstri eða hægri, hefur tekið við völdum í Frakklandi. …