Hættir að kæla hraunið en hækkun varnargarða heldur áfram...
Eldgosið við Sundhnúk er stöðugt og hraun flæðir mestmegnis til norðurs meðfram Sýlingarfelli. Hraunið þykknar stöðugt og rís sums staðar hátt yfir varnargarðana norðan Svartsengis. Síðdegis í gær byrjaði hrauntunga að vella yfir varnargarðana, milli Sýlingarfells og Grindavíkurvegar, en framrás hennar var stöðvuð í gærkvöldi með aðstoð vinnuvéla. Gerð var tilraun til að kæla hraunið með því að dæla á það vatni, en því var hætt í nótt. Verið er að meta árangurinn af hraunkælingunni, en ólíklegt er að henni verði haldið áfram að sinni. Vinnuvélar halda áfram við að hækka varnargarðana.Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi hjá Almannavörnum, segir að vitað hafi verið að núverandi búnaður dygði skammt. Þetta hafi verið tilraun til þess að sjá hvernig hraunkæling myndi virka. …