Hafnarsvæði lokað vegna ammoníaksleka...
Slökkviliðinu í Vesturbyggð barst útkall um þrjúleytið í nótt frá vegfarendum vegna ammoníaksleka frá gömlu frystihúsi við höfnina í Tálknafirði. Að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar slökkviliðsstjóra er ekki búið að staðsetja lekann. Nokkuð stóru svæði var lokað en það hefur nú verið minnkað vegna betri loftgæða. …