Handteknir fyrir skemmdarverk á Stonehenge...

Tveir menn voru handteknir fyrir skemmdarverk á Stonehenge í Bretlandi í dag. Mennirnir eru félagar í umhverfisverndarsamtökunum Just Stop Oil. Þeir spreyjuðu appelsínugulum lit á steinana áður en öryggisverðir stöðvuðu þá. 🚨 BREAKING: Just Stop Oil Spray Stonehenge Orange🔥 2 people took action the day before Summer Solstice, demanding the incoming government sign up to a legally binding treaty to phase out fossil fuels by 2030.🧯 Help us take megalithic action — https://t.co/R20S8YQD1j pic.twitter.com/ufzO8ZiDWu— Just Stop Oil (@JustStop_Oil) June 19, 2024 Með verknaðinum vildu þeir hvetja næstu ríkisstjórn Bretlands til að undirrita bindandi samning um að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis til ársins 2030 þegar henni á að vera alfarið hætt. Á samfélagsmiðlum segja samtökin að málningin sem þau notuðu sé búin til úr kornsterkju. Hún eigi því eftir að leka af í næstu úrkomu.Stonehenge er með vinsælli ferðamannastöðum á Bretlandi og er á heimsminjaskrá UNESCO. Staðurinn er mikið sóttur í kringum sumarsólstöður, sem eru einmitt á morgun.