Hraunkælingu hætt og staðan metin...
RÚV / Alma ÓmarsdóttirHraunkælingu við varnargarðana norðvestan við Svartsengi hefur verið hætt að svo komnu máli. Tveir slökkviliðsbílar dældu vatni á hraunið klukkutímum saman en því var hætt í nótt. Staðan verður metin í morgunsárið og ákvörðun tekin um framhaldið.Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi hjá Almannavörnum segir að þetta hafi verið tilraun til þess að sjá hvernig hraunkæling myndi virka. Hraunspýja sem náði yfir varnargarðana norvestan við Svartsengi síðdegis í gær hafði þá þegar verið stöðvuð með aðstoð vinnuvéla.Hraunkælingarbúnaður ekki kominn til landsinsVerja á tæpum hálfum milljarði í kaup á búnaði til að kæla hraun við Grindavík og Svartsengi. Sá búnaður er ekki kominn til landsins en er væntanlegur. Ákveðið var að reyna hraunkælingu í gær með aðstoð slökkviliðsbíla, og voru vatnsleiðslur lagðar yfir meira en kílómetra leið. Tveir slökkviliðsbílar frá brunavörnum Suðurnesja voru notaðir í að sprauta vatni á rjúkandi hraunið. …