Íslendingur sagður hafa verið stangaður af nauti
Íslendingur sagður hafa verið stangaður af nauti...

Spænski fjölmiðillinn Levante fullyrðir að naut hafi stangað íslenskan ferðamann á fimmtugsaldri seinni partinn í gær við upphaf nautaats-sýningar í bænum Xabia í Valencia-héraði.Nautið stangaði ferðamanninn í lærið en slagæðin í lærinu slapp að sögn læknis. Hann var fluttur á Denia sjúkrahúsið í Alicante. Ekki er vitað hversu alvarlega maðurinn er slasaður.Ferðamaðurinn var ásamt fleirum innan girðingar þar sem nautum var hleypt út fyrir komandi nautahlaup í bænum.Myndband af atvikinu má sjá á vef spænska miðilsins Informacíon.