Kringlan opnar á morgun
Kringlan opnar á morgun...

ReitirStefnt er að því að opna Kringluna á morgun. Verslunarmiðstöðin hefur verið lokuð frá því á laugardag vegna bruna. Að sögn Ingu Rutar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Kringlunnar, ganga þrif innanhúss vel.Hún segir ljóst að tíu verslanir geti ekki hafið starfsemi fyrr en síðar í sumar vegna mikilla skemmda. Þar að auki verða fimm aðrar verslanir lokaðar í nokkra daga til viðbótar vegna lyktar sem sest hefur í föt.Þær verða opnaðar þegar nýjar vörur hafa borist.