Lagt til að takmarka launahækkun æðstu embættismanna við 66 þúsund
Lagt til að takmarka launahækkun æðstu embættismanna við 66 þúsund...

Laun þingmanna, ráðherra, forseta Íslands og æðstu embættismanna munu hækka um 66 þúsund krónur á mánuði um næstu mánaðamót nái frumvarp Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra fram að ganga. Bjarni lagði frumvarpið fram í gær.Launin hefðu að óbreyttu hækkað mun meira. Samkvæmt lögum taka launin breytingum einu sinni á ári og þá í samræmi við launaþróun síðastliðið ár. Því hefðu þau hækkað um 8%.66 þúsund krónur er sú hámarkshækkun sem var samið um í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði fyrr á árinu, en í greinargerð með frumvarpinu segir að með þessu sé gengið fram „með góðu fordæmi á tímum hárrar verðbólgu og vaxta“.Þá segir í frumvarpinu að breytingin muni spara ríkinu 238 milljónir króna á ársgrundvelli.
Til hvaða starfa nær launahækkunin? Forseta Íslands, ráðherra, þingmanna, dómara, saksóknara, lögreglustjóra, ráðuneytisstjóra, seðlabankastjóra, varaseðlabankastjóra og ríkissáttasemjara.