Mánuði lengur á Hólmsheiði vegna hnífsstungu í Súðavík
Mánuði lengur á Hólmsheiði vegna hnífsstungu í Súðavík...

Lögreglan á Vestfjörðum fer í dag fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir ungum karlmanni sem er grunaður um að stinga mann með hníf, í heimahúsi í Súðavík í síðustu viku. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, segir að farið verði fram á að maðurinn verði á Hólmsheiði í fjórar vikur til viðbótar á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðar um það síðar í dag.Súðavík, mynd úr safni.Jóhannes JónssonSá sem varð fyrir árasinni þann 11. júní var fluttur á Landspítala með lífshættulega áverka. Hann hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Rannsókn er langt komin að sögn lögreglu en beðið er eftir niðurstöðum tæknirannsókna.