Nvidia verðmætasta fyrirtæki heims
Nvidia verðmætasta fyrirtæki heims...

Bandaríski tæknirisinn, Nvidia, varð verðmætasta fyrirtæki heims í gærkvöldi við lokun hlutabréfamarkaða.Hlutabréfavirði Nvidia hækkaði um 3,5% í gær og tók þannig framúr Microsoft, sem hefur um árabil verið verðmætasta fyrirtæki heims. Nvidia tók framúr öðrum risa í tæknigeiranum, Apple, fyrr í þessum mánuði.Markaðsvirði Nvidia er 3,34 billjón dollara. Það eru 3,34 þúsund milljarðar dollara eða 3,34 milljón milljónir dollara. Það gera 464.326.800.000.000 íslenskra króna eða ríflega 330-föld útgjöld ríkissjóðs í fyrra.Vöxtur Nvidia hefur verið ævintýralegur síðustu ár. Fyrir um átta árum síðan var markaðsvirði félagsins innan við 1% af virði þess í dag.Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook og einn ríkasti maður veraldar, sagði Jensen Huang, framkvæmdastjóra Nvidia, vera Taylor Swift tæknigeirans og vísaði þannig til ótrúlegra vinsælda bandarísku poppstjörnunnar.GervigreindarveldiNvidia hóf starfsemi sína á vesturströnd Bandaríkjanna árið 1993. Ötulir tölvuleikjaspilarar þekkja svokölluð skjákort frá Nvidia vel, sem gerðu þeim kleift að spila tölvuleiki í sem hæstri upplausn.Framleiðsla á íhlutum í tölvur sem keyra gervigreindarforrit, sem Nvidia hefur lagt höfuðáherslu á síðustu ár, hefur þó stökkbreytt fyrirtækinu. Sérfræðingar segja að ekkert geti skákað vörum Nvidia á þessum markaði – sem stendur, að minnsta kosti.