Öllu til tjaldað fyrir Pútín í Norður-Kóreu...

Öllu var til tjaldað í Pyongyang í tilefni af heimsókn Pútíns. Kim tók á móti rússneskum kollega sínum á rauðum dregli í miðborginni áður en þeir fylgdust með móttökuathöfn á Kim Il Sung-torgi, þar sem lúðrahljómsveit hersins lék fyrir samstilltum hópdansi.Þetta er önnur opinbera heimsókn Pútíns til Norður-Kóreu og sú fyrsta í tæpan aldarfjórðung. Pútín var nýtekinn við embætti sem forseti Rússlands árið 2000 þegar hann heimsótti Kim Jong Il, þáverandi leiðtoga landsins föður Kim Jong Un.Kim Jong Un heimsótti Pútín til Vladivostok í austurhluta Rússlands í september í fyrra.