Önnur umferð riðlakeppni EM fer af stað með látum...
Önnur umferð riðlakeppni Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi hefst í dag með þremur áhugaverðum leikjum. Í fyrsta leik dagsins mætast tvö lið sem koma særð til leiks eftir tap í fyrstu umferð þegar Króatía og Albanía mætast á Volksparkstadion í Hamburg. Albanía tapaði gegn Ítalíu á meðan Króatar steinlágu fyrir sjóðheitum Spánverjum. Það verður því mikið í húfi fyrir bæði lið í Hamburg í dag.RÚVKlukkan 16:00 fá heimamenn í Þýskalandi Ungverja í heimsókn á MHPArena í Stuttgart. Heimamenn koma sjóðheitir til leiks en þeir unnu afar sannfærandi sigur á Skotum í opnunarleiknum. Mótherjar þeirra, Ungverjar þurfa hins vegar að ná í stig ætli þeir sér að halda í vonina um að komast upp úr riðlinum en þeir töpuðu fyrir Sviss í fyrstu umferð.RÚVKlukkan 19:00 mætast síðan Skotar og Svisslendingar. Sviss vann eins og áður segir sigur á Ungverjum í fyrstu umferð á meðan Skotar eru komnir með bakið upp við vegg eftir að hafa valdið vonbrigðum í fyrstu umferð.Leikir dagsins13:00 Króatía – Albanía – Upphitun í EM stofu frá 12:4016:00 Þýskaland – Ungverjaland – Upphitun í EM stofu frá 15:3019:00 Skotland – Sviss – Upphitun í EM stofu frá 18:30EPA …