Rakel Dögg og Arnar stýra Fram
Rakel Dögg og Arnar stýra Fram...

Eftir því sem RÚV kemst næst er samkomulag klappað og klárt við Rakel og Arnar og verður að öllum líkindum handsalað í dag og skrifað undir samninga. Rakel sem hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins undanfarin tvö ár fær sjálfan landsliðsþjálfarann með sér því Arnar Pétursson verður nefnilega í þjálfarateyminu.Arnar hefur ekki komið að félagsliðaþjálfun síðan hann gerði karlalið ÍBV að Íslandsmeistara vorið 2018. Arnar hefur verið landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins frá því sumarið 2019 og verður það áfram samhliða störfum sínum hjá Fram.Rakel önnur konan sem aðalþjálfari FramRakel Dögg verður aðeins önnur konan til að verða aðalþjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta hjá Fram frá árinu 1963. Guðríður Guðjónsdóttir stýrði Framkonum í tvígang fyrst á árunum 1986-1988 og svo aftur 1992-1997. Rakel tekur við sem aðalþjálfari Fram af Einari Jónssyni sem mun aðeins þjálfa meistaraflokk karla hjá Fram á næstu leiktíð eftir að hafa stýrt báðum liðum á síðasta tímabili.Rakel Dögg er tíunda leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi en hún lék 102 landsleiki fyrir Ísland og var meðal annars fyrirliði íslenska landsliðsins á fyrsta stórmóti Íslands, EM 2010.Fram er sigursælasta kvennalið landsins í handbolta með 23 Íslandsmeistaratitla og 16 bikarmeistaratitla. Síðast varð Fram þó bikarmeistari árið 2020 og Íslandsmeistari árið 2022. Valskonur hafa orðið Íslandsmeistarar síðustu tvö ár. Hjá Val er Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari, en Ágúst er aðstoðarþjálfari Arnars Péturssonar hjá kvennalandsliðinu.Arnar hittir fyrir nokkrar landsliðskonurArnar Pétursson sem verður Rakel til halds og trausts hjá Fram stýrði íslenska kvennalandsliðinu á heimsmeistaramótinu í lok síðasta árs. Undir hans stjórn er Ísland svo komið með þátttökurétt á Evrópumótinu í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi í lok þessa árs. Þetta eru fyrstu tvö stórmót íslenska kvennalandsliðsins frá árinu 2012.Nokkrar landsliðskonur eru í Fram. Þórey Rósa Stefánsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Berglind Þorsteinsdóttir hafa allar átt fast sæti í landsliðinu hjá Arnari að undanförnu. Þá hefur Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín verið í úrtakshópum landsliðsins í síðustu verkefnum.Fram hafnaði í 2. sæti Olís-deildar kvenna á síðustu leiktíð, 10 stigum á eftir Val. Fram féll svo úr leik í undanúrslitum úrslitakeppninnar gegn Haukum í einvígi sem Haukar unnu 3-0.