Rússar ræða við bandamenn um langdræg vopn...

Sergei Ryabkov varautanríkisráðherra Rússlands sagði í viðtali við rússneska ríkisútvarpið TASS í gær að Rússar væru nú í viðræðum við sína helstu bandamenn um notkun langdrægra vopna.EPA-EFE / GAVRIIL GRIGOROVRyabkov sagði viðræður standa yfir með bandamönnum í Suður-Ameríku og Asíu en tók ekki fram hvaða ríki hann ætti við. Þar væri hin mesta virðing borin fyrir skyldum þeirra ríkja frammi fyrir alþjóðasáttmálum, jafnvel þeim sem Rússland væri ekki aðili að. Ryabkov sagði einnig að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna væru nú í algjöru lágmarki og að þau gætu versnað enn frekar.EPA-EFE / GAVRIIL GRIGOROVVladimír Pútín Rússlandsforseti er nú í sinni fyrstu heimsókn í Norður-Kóreu í nærri aldarfjórðung. Kim fór í heimsókn til Rússlands á síðasta ári og hafa leiðtogarnir samið um að styrkja viðskiptatengsl milli ríkjanna og samvinnu þeirra í varnarmálum. Þeir hafa þó neitað að í þeim felist vopnasölusamningar en bandarísk og úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að nota norður-kóresk vopn í stríðinu í Úkraínu.Bandaríkjamenn hafa einnig sagst óttast að Rússar útvegi Norður-Kóreumönnum vopn en slíkt myndi ganga gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.