Sameinað sveitarfélag skal heita Vesturbyggð...
Ákveðið hefur verið að nýtt sameinað sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar beri heitið Vesturbyggð. Þetta var ákveðið öðrum fundi bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags síðdegis, í kjölfar ráðgefandi íbúakosningar.Alls bárust 111 tillögur að 48 nöfnum á sveitarfélagið, en kosið var til sveitarstjórnar þar í byrjun maí. Örnefnanefnd mælti með sjö nöfnum, en kosið var á milli sex í ráðgefandi atkvæðagreiðslu á meðal íbúa:BarðsbyggðKópsbyggðLátrabyggðSuðurfjarðabyggðTálknabyggðVesturbyggðSkoðanakönnun meðal íbúa var gerð dagana 11.-17. júní og tóku 347 þátt. Niðurstöðurnar voru afgerandi þar sem 314 völdu nafnið Vesturbyggð, eða ríflega 90 prósent.Niðurstaðan varð sem hér segir:Vesturbyggð – 314 atkvæði eða 90,5%Suðurfjarðabyggð – 19 atkvæði eða 5,5%Tálknabyggð – 7 atkvæði eða 2%Látrabyggð – 4 atkvæði eða 1,2%Barðsbyggð – 2 atkvæði eða 0,6%Kópsbyggð – 1 atkvæði eða 0,3%Bæjarstjórn samþykkti svo á fundi sínum í dag að nýtt sameinað sveitarfélag hljóti nafnið Vesturbyggð. …