Sjáðu mörk dagsins á EM: Shaqiri með neglu
Sjáðu mörk dagsins á EM: Shaqiri með neglu...

Önnur umferð riðlakeppni EM karla í fótbolta hófst í dag með þremur leikjum. Öll mörk og allt það helsta úr leikjum dagsins má sjá hér fyrir neðan.Króatía – AlbaníaAlbanía og Króatía gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik dagsins. Liðin leika í B-riðli keppninnar ásamt Ítalíu og Spáni. Líkt og í fyrsta leik Albana á mótinu, gegn Ítalíu, byrjuðu þeir af miklum krafi og komust yfir strax á 11. mínútu leiksins þegar miðjumaðurinn Qazim Laçi kom þeim yfir með góðu marki.Króatar komu hins vegar af krafti inn í seinni hálfleik og náðu að jafna metin þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Þá skoraði Andrej Kramarić laglegt mark. Tveimur mínútum síðar tóku þeir svo forustuna þegar Klaus Gjasula varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Allt leit út fyrir að sjálfmark Gjasula yrði sigurmarkið í leiknum en Gjasula var ekki á þeim buxunum. Hann jafnaði leikinn í uppbótatíma og allt ætlaði um koll að keyra á vellinum.Lokatölur urðu 2-2 í háspennuleik.Þýskaland – UngverjalandÞýskaland hafði betur gegn Ungverjalandi í A-riðli.Það voru Þjóðverjar sem komust yfir á 22. mínútu en þá náði Ilkay Gündogan að koma boltanum á Jamal Musiala eftir baráttu í teig Ungverja. Musiala kom boltanum svo í netið og skoraði annað mark sitt á Evrópumótinu til þessa.1-0 stóð í hálfleik og á 67. mínútu átti Maximilian Mittelstadt snyrtilega sendingu á Gundogan inni í teig sem lagði boltann í netið og 2-0 stóð. Ungverjar fengu sannarlega færi í leiknum og á lokamínútu leiksins þurfti Joshua Kimmich til að mynda að bjarga marki fyrir Þjóðverja á línu.2-0 urðu lokatölur hins vegar og heimamenn tryggðu sæti sitt í 16-liða úrslitunum en Ungverjar eru enn án stiga eftir tvo leiki.Skotland – SvissLokaleikur dagsins var einnig í A-riðli en þar gerðu Skotland og Sviss 1-1 jafntefli.Svisslendingar voru meira með boltann en það voru hins vegar Skotar sem skoruðu fyrsta markið. Scott McTominay rak þá endahnútinn á skyndisókn þeirra. Eftir slæm mistök í vörn Skota jafnaði Xherdan Shaqiri hins vegar metin með flottasta marki dagsins. Hann tók þá boltann viðstöðulaust og þrumaði honum í samskeytin.1-1 stóð í hálfleik og allt þar til loka leiks þrátt fyrir álitleg færi hjá báðum liðum.Sviss er nú í öðru sæti með fjögur stig en Skotar með eitt stig í þriðja sæti A-riðils.Þrír leikir eru á dagskrá á morgun.13:00 Slóvenía-Serbía (C-riðill)16:00 Danmörk-England (C-riðill)19:00 Spánn-Ítalía (B-riðill)