SÞ: Kerfisbundin lögbrot Ísraelsmanna á Gaza...
Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir loftárásir Ísraelsmanna á Gaza mögulega fela í sér kerfisbundin brot á lögum um stríðsrekstur. Brotin felist í að vernda ekki óbreytta borgara og borgaralega innviði.Mannréttindaskrifstofan gaf í dag út skýrslu þar sem fjallað er sérstaklega um sex árásir sem Ísraelsmenn gerðu dagana 9. október til 2. desember. Þar var meðal annars ráðist á íbúðarhús, skóla, flóttamannabúðir og markaði. Í þeim voru 218 drepnir og borgaralegir innviðir eyðilagðir. Í þessari árásir voru notaðar mjög öflugar sprengjur, allt að eitt tonn að þyngd, oft á mjög þéttbýlum svæðum.Í skýrslunni kemur fram að sú krafa að forðast eða lágmarka eins og kostur er að skaða óbreytta borgara hafi ítrekað verið virt að vettugi í árásum Ísraelsmanna.Ísraelsmenn hafa mótmælt innihaldi skýrslunnar, segja að rangt sé farið með staðreyndir og hún standist ekki lögfræðilega. Stríðið sé rekið í samræmi við lög. Hins vegar brjóti Hamas þau ítrekað með því að athafna sig meðal óbreyttra borgara.Yfir 37 þúsund manns hafa verið drepnir á Gaza frá því að stríðið þar hófst 7. október. …