„Stýrum ekki hraunflæði af neinu viti með vatnsbunu“
„Stýrum ekki hraunflæði af neinu viti með vatnsbunu“...

Stórvirkar vinnuvélar hafa unnið í allan dag við að hemja hraunstraum sem fór yfir varnargarð rétt hjá Svartsengi í gær og virðist hann hafa stöðvast. Vatni var dælt á glóandi hraunið í gærkvöld og nótt en því hefur verið hætt.Einar Sveinn Jónsson er slökkviliðsstjóri í Grindavík: „Það er náttúrulega alveg vitað mál að við erum ekki að fara að stýra hraunflæði af neinu viti með vatnsbunu. Alveg sama hversu mikið vatn við notum.“ Einar segir að tilraunin í gær hafi gengið upp og algerlega þess virði að prófa. En verður framhald á? „Við verðum bara að sjá hvaða verkefni móðir náttúra færir okkur.“Frá þeim stað er hraun fór yfir varnargarðinn er ekki nema um eins kílómetra leið að stöðvarhúsinu í Svartsengi.Ari Guðmundsson er verkfræðingur hjá Verkís: „Núna er þetta töluvert mikið keppikefli fyrir okkur að lyfta upp varnargarðinum þarna þannig að við séum ekki að missa hraun þarna inn. En lykillinn er að vinna með þessa varnarlínu eins lengi og við eigum möguleika til.“