Tekið á móti Pútín með rauðum dregli...

Kim Jung Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tók á móti Vladimír Pútín Rússlandsforseta með rauðum dregli í Norður-Kóreu í kvöld. Er þetta fyrsta opinbera heimsókn Pútíns til Norður-Kóreu í tæpan aldarfjórðung.Pútín og Kim hafa hist reglulega í gegnum tíðina. Síðast hittust þeir í Rússlandi í september. Tengsl ríkjanna hafa aukist á undanförnum árum, sérstaklega eftir Rússar réðust inn í Úkraínu í fullri stærð.Líklega verður innrás Rússa í Úkraínu efst á baugi í viðræðum hans og Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu, sem talinn er hafa selt Pútín vopn sem notuð eru á vígvellinum í austurhéruðum Úkraínu.Nýlega mistókst Norður-Kóreu að koma öðru njósnagervihnetti á sporbraut og er því talið líklegt að óskað verði eftir aðstoð frá Rússlandi hvað það varðar. Rússar standa aftur á móti frammi fyrir áframhaldandi skorti á vopnum í stríði sínu í Úkraínu. Bandaríkin hafa lýst yfir áhyggjum af dýpkandi sambandi þessara tveggja ríkja.Heimsóknin stendur í tvo daga og er Pútín og sendinefnd hans meðal annars boðið í gala-kvöldverð og ferð í einu rétttrúnaðarkirkju Norður-Kóreu.Pútín heldur ferð sinni svo áfram um Asíu og heimsækir Víetnam þar sem hann er jafnan í miklum metum.