Þátttaka Samgöngustofu í lögregluaðgerðum hafði gagnkvæman ávinning
Þátttaka Samgöngustofu í lögregluaðgerðum hafði gagnkvæman ávinning...

Samskiptastjóri Samgöngustofu segir þátttöku stofnunarinnar í aðgerðum lögreglu um helgina, þar sem afskipti voru höfð af 105 leigubílum, hafa haft gagnkvæman ávinning.„Bæði þá var fulltrúi samgöngustofu á staðnum sem þekkir einstaklega vel til þeirra reglna sem leigubílstjórar þurfa að sæta og var þannig á staðnum til að styðja við aðgerðir lögreglu. Og þarna fengum við tækifæri til að vera á staðnum og sjá það beint hvar mögulega væri pottur brotinn,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu.Ekki hluti af daglegu eftirliti SamgöngustofuHún segir þátttökuna hafa verið fróðlega og muni nýtast vel. Eftirlitið í samstarfi við lögregluna hafi verið einstök aðgerð og verði ekki hluti af daglegu eftirliti Samgöngustofu „Lögregla stýrir þessum aðgerðum og mun gera það áfram.“Ábendingum til Samgöngustofu vegna leigubíla hefur fjölgað eftir að ný lög um leigubifreiðaakstur tóku gildi í fyrra. Þórhildur segir ábendingarnar af ýmsum toga, og að engin ein tegund tilkynninga sé algengari en önnur. Hún segir ábendingarnar nýtast vel þegar kemur að endurskoðun laganna sem á að hefjast eigi síðar en í byrjun næsta árs.„Þessi reynsla sem við höfum verið að safna á þessum tíma mun nýtast til þess að endurbæta lögin þegar sú vinna hefst. Við erum að undirbúa okkur fyrir þá vinnu, sem er þó á forræði ráðuneytisins, en við gerum ráð fyrir að vera kölluð að borðinu.“