„Þetta líf er bara eitt augnabliksstopp“
„Þetta líf er bara eitt augnabliksstopp“...

„Low er lag sem fjallar um ferðalagið í gegnum lífið og hvernig það einkennist af breytilegum væntingum, tilfinningum og upplifunum. Þegar það verður erfitt er ekkert annað að gera en að grafa sig út úr erfiðleikunum og dansa og syngja. Þetta líf er bara eitt augnabliksstopp og þegar það er búið þá er það búið,“ segir gítarleikarinn Þór Freysson sem er meðlimur sveitarinnar Hvítár.