Þýskaland örugglega í 16-liða úrslitin
Þýskaland örugglega í 16-liða úrslitin...

Þýskaland hafði betur gegn Ungverjalandi í A-riðli EM karla í fótbolta í dag.Það voru Þjóðverjar sem komust yfir á 22. mínútu en þá náði Ilkay Gündogan að koma boltanum á Jamal Musiala eftir baráttu í teig Ungverja. Musiala kom boltanum svo í netið og skoraði annað mark sitt á Evrópumótinu til þessa.1-0 stóð í hálfleik og á 67. mínútu átti Maximilian Mittelstadt snyrtilega sendingu á Gundogan inni í teig sem lagði boltann í netið og 2-0 stóð. Ungverjar fengu sannarlega færi í leiknum og á lokamínútu leiksins þurfti Joshua Kimmich til að mynda að bjarga marki fyrir Þjóðverja á línu. 2-0 urðu lokatölur hins vegar og heimamenn tryggðu sæti sitt í 16-liða úrslitunum en Ungverjar eru enn án stiga eftir tvo leiki.Jamal Musiala fagnar marki sínu í dagEPA / Anna Szilagyi