Úrkoma á öllu landinu
Úrkoma á öllu landinu...

Lægð nálgast landið úr suðri og því norðaustlæg eða breytileg átt í dag, 5-13 metrar á sekúndu. Hvassast við suðausturströndina og á Vestfjarðarkjálkanum. Lægðinni fylgir úrkoma á öllu landinu en það styttir að mestu upp í kvöld. Undir miðnætti verður orðið úrkomulítið í öllum landshlutum.Norðaustanvindurinn ber með sér nokkuð svalt loft. Norðaustantil er útlit fyrir að hitinn verði á bilinu 3 til 5 stig, en annars verður yfirleitt hiti 7 til 13 stig.Veðurhorfur á morgunSpáð er fyrir um fremur hæga breytilega átt víðast hvar með skúrum eða dálítilli rigningu. Yfirlett bjart á norðaustanverðu landinu. Hiti 8 til 14 stigLægðinni fylgir úrkoma yfir öllu landinu.RÚV / Rúnar Snær Reynisson