Útskrifuð úr læknisfræði yngst allra Íslendinga
Útskrifuð úr læknisfræði yngst allra Íslendinga...

Yngsti læknir Íslandssögunnar tekur nú á móti sjúklingum á Barnaspítala Hringsins. Hún var færð upp um bekk í grunnskóla vegna eineltis á sama tíma og faðir hennar glímdi við erfið veikindi og varð þá staðráðin í því að verða læknir.Ragna Kristín Guðbrandsdóttir er 23 ára. Hún er fyrsti læknirinn á Íslandi sem er fædd á þessari öld. Hún segist hafa komist að því fljótlega eftir að hún komst inn í læknanámið að það stefndi í að hún yrði yngri en nokkur hefði verið við útskrift úr læknadeild.„Í rauninni er þetta ekki komið til af góðu, ég var lögð í einelti í grunnskóla sem varð til þess að ég fór upp um bekk og hoppaði yfir 9. bekk. Svo var menntaskólinn orðinn þrjú ár þegar ég fór í menntaskóla, og komst síðan beint inn í læknisfræðina. Þannig gerðist þetta eiginlega bara,“ segir Ragna Kristín.Á sama tíma gekk fjölskyldan líka í gegnum erfiða reynslu. „Pabbi minn lenti í mjög erfiðum veikindum, fékk alvarlegt krabbamein og læknaðist af því. Eftir það þá einhvern veginn fannst mér ekkert annað koma til greina heldur en að verða læknir og geta hjálpað fólki eins og pabba mínum.“„Svo á sama tíma var ég að lenda í þessu einelti og þá dreif það mig mjög mikið áfram að hafa eitthvað svona að stefna að.“Mikilvægt að gera fleira en að læraRagna Kristín kláraði námið ekki bara óvenju ung heldur náði hún framúrskarandi námsárangri og var dúx útskriftarárgangsins úr læknisfræðinni.„Ég held samt að almennt skipti einkunnir ekki öllu máli í þessu, ég held að það sé bara áhugi og að hafa gaman að því sem maður er að gera sem skili manni lengst.“Þá eru svona sirka tíu ár síðan þú ákvaðst, þrettán ára, að þú vildir verða læknir. Ertu þá ekki bara búin að vera að lesa, með nefið ofan í bókum og að læra síðan?„Ég er búin að vera mikið að því, en ég hef líka passað mig alltaf að vera að gera eitthvað annað.“Ragna hefur sannarlega lagt rækt við fleira en námið því hún æfir kraftlyftingar af kappi og varð Íslandsmeistari unglinga í íþróttinni í fyrra.Ætlar ekki að flýta sér með sérnámiðRagna kann vel við sig á barnaspítalanum og stefnir á sérnám í barnalækningum.„Ég vona að ég verði ekki svona ótrúlega fljót með það því ég væri kannski alveg til í að eignast börn og taka mér einhverja pásu svona í millitíðinni.“Þú ert ekki viss um að þú verðir yngsti barnalæknir sem Ísland hefur átt?„Nei, allavega er það alls ekki markmiðið.“