Viðræður standa yfir um rekstur skiptistöðvar í Mjódd
Viðræður standa yfir um rekstur skiptistöðvar í Mjódd...

Samningur um rekstur skiptistöðvar Strætó í Mjódd rann út síðastliðið haust og hefur leit að nýjum rekstraraðila staðið yfir síðan. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar segir ekki búið að loka fyrir umsóknir. Samningaviðræðurnar séu flóknar enda fari Reykjavíkurborg fram á stórbætta þjónustu í skiptistöðinni.Til stendur að bæta aðstöðuna og lengja afgreiðslutímann í skiptistöðinni í Mjódd. Það er fjölmennasta og stærsta skiptistöð farþega Strætó.Þau skilyrði eru sett að opnunartími skiptistöðvarinnar verði lengdur, að salernisaðstöðu verði haldið úti og að hægt verði að kaupa veitingar.