
Víkingar fara til Prag vinni þeir Shamrock...
Víkingur Reykjavík mætir Sparta Prag frá Tékklandi í 2. umferð Meistaradeildar karla í fótbolta ef þeim tekst að skáka Shamrock Rovers frá Írlandi í 1. umferð. Dregið var í aðra umferð í höfuðstöðvum UEFA nú í morgun. Sparta Prag er sigursælasta lið Tékklands en liðið hefur unnið 38 titla í heimalandinu. Sparta Prag var eitt af fjórum liðum sem Víkingur gat mætt. Hin þrjú voru Bodö/Glimt frá Noregi, Midtjylland frá Danmörku og Malmö frá Svíþjóð.RÚV / Mummi Lú …