Vilja að Boeing verði sektað um 25 milljarða dala...

Fjölskyldur þeirra sem fórust í tveimur flugslysum þar sem Boeing 737 MAX þotur hröpuðu til jarðar vilja að flugvélaframleiðandinn verði sektaður um 24,8 milljarða dala. Sú upphæð samsvarar tæplega 3.500 milljörðum króna. Fjölskyldurnar hafa auk þess óskað eftir því að hafin verði sakamálarannsókn.Krafa aðstandenda er gerð eftir að forstjóri Boeing, Dave Calhoun, mætti fyrir þingnefnd þar sem hann viðurkenndi að öryggisgallar fyrirtækisins hefðu verið alvarlegir.Að baki Calhoun sátu ættingjar fólks sem fórst í tveimur flugslysum þar sem Boeing 737 MAX 8 þotur hröpuðu til jarðar. Alls fórust 346 manns í slysunum tveimur árið 2018 og 2019. Önnur þotan hrapaði í Indónesíu og hin í Eþíópíu.„Glæpur Boeing er mannskæðasti fyrirtækjaglæpur í sögu Bandaríkjanna og því er hámarks sekt að upphæð rúmlega 24 milljarða dala lagalega réttlætanlegur og augljóslega viðeigandi,“ ritar Paul Cassell, lögmaður fjölskyldnanna í bréfi sem sent hefur verið dómsmálaráðuneytinu í Bandaríkjunum.Vilja að stjórn setjist niður með aðstandendumÍ bréfi lögmannsins er gerð grein fyrir þeim útreikningum sem byggja að baki sektarkröfunni. Þar segir að sektina megi lækka um á bilinu 14 til 22 milljarða dala ef þeim fjármunum verður varið í óháða rannsókn á fyrirtækinu og í öryggistengdar umbætur.Þá er einnig gerð krafa um að stjórn Boeing hitti aðstandendur fórnarlambanna. Fjölskyldurnar telja að bandarísk yfirvöld eigi að rannsaka þá stjórnendur Boeing sem hægt er að draga til ábyrgðar vegna slysanna tveggja.Öryggisvandræði Boeing hafa nýverið ratað aftur í kastljós fjölmiðla, ekki síst í kjölfarið á því þegar hleri fyrir neyðarútgang á 737 MAX þotu Alaska Airlines losnaði með þeim þeim afleiðingum að stórt gat kom á skrokk vélarinnar.