Vörnum ábótavant þegar laxaseiði sluppu í Tálknafirði
Vörnum ábótavant þegar laxaseiði sluppu í Tálknafirði...

Matvælastofnun, MAST, telur að vörnum fiskeldisstöðvarinnar Arctic Smolt í Norður-Botni í Tálknafirði hafi verið ábótavant þegar laxaseiði sluppu í lok maí.Ekki hafi verið til staðar nægjanlegur mannskapur á fiskeldisstöðinni til að sinna fyrsta viðbragði í kjölfar stroksins, auk þess sem stöðin sé ekki útbúin fyrir seinni varnir í frárennsli. Seiði hafi því átt greiða leið úr stöðinni.Tveir starfsmenn voru á svæðinu umrætt kvöld. Einungis hafi verið sinnt fyrstu viðbrögðum innanhúss en ekki gætt að stroki við frárennsli.Töluvert ferskvatn sé fyrir utan stöðina og líkur á að seiðin hafi lifað af og synt upp í Botnsá.„Enda liðu rúmar 14 klst. frá strokatburði þar til net voru lögð,“ segir í tilkynningu frá MAST.MAST tók málið til rannsóknar eftir að svör frá fyrirtækinu eftir strokið gáfu tilefni til frekari athugana og fór í kjölfarið í óboðað eftirlit. Við eftirlitið komu í ljós frávik og alvarleg frávik.„Stofnunin mun hafa eftirlit með að unnið hafi verið úr frávikum og alvarlegum frávikum.“Eftirlitsskýrsluna má finna á mælaborði fiskeldis.